Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis, dags. 29. ágúst 2019, fyrir ArcticLAS ehf. fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar rottur í rannsóknaraðstöðu sinni við Krókháls í Reykjavík. Rekstraraðili hefur leyfi til afmarkaðrar notkunar á erfðabreyttum músum í sama húsnæði.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera annarra en örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 29. ágúst 2035.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið.

Fylgiskjöl: